Dáleiðandi litadýrð á Sumarsólstöðum í Grímsey

Dagarnir eru langir þegar sólin býður upp á dáleiðandi birtu og endalaust myndefni. Sumarsólstöður í Grímsey eru sérstakur tími. Sólin er þá hátt á lofti og birtan og litadýrðin málar allt ef svo heppilega vill til að sjái til sólar. Myndirnar sem hér fylgja eru allar teknar 24. júní 2023. Þegar náttúran bíður upp á svona aðstæður er erfitt að fara að sofa. Gróður og gulur mosi á grjótinu myndar litríkar andstæður þegar sólin tekur aftur að hækka á...

Einstök nótt við eldgosið

Við vorum að ganga um borð í ferjuna í Grímsey á leið í land þegar fréttir bárust um að eldgos væri hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Við gengum af stað frá bílastæði við Suðurstrandaveg um klukkan 10 um kvöldið. Allir voru að fara heim og því mættum við fjöldanum öllum af fólki, gangandi og hjólandi. Veðrið var stillt og notalegt og lengst af var gengið eftir jeppaslóða. Eftir um 8 km göngu sást gosstrókurinn í fjarska og að viðbættum einum...

Vetur í lundaparadísinni Grímsey

Gyða fór til Grímseyjar um mánaðarmótin mars-apríl. Það er nú varla í frásögur færandi, nema hvað hún fauk þarna fram og aftur í vetrarríkinu sem þá var í gangi og tók myndir og myndbönd. Grímsey að vetri til er kannski nokkuð sem sumir hafa ekki séð. Við skelltum allavega í eitt myndband sem vissulega hefur þann dulda tilgang að koma bókinni okkar á framfæri - Grímsey - The Arctic Wildlife Wonder sem hægt er að fá hjá okkur eða...

Ljósmyndasýning: Tímalaus augnablik

Gallerí Fold fjallar um ljósmyndasýninguna okkar sem við nefnum „Tímalaus augnablik“. Opnun sýningarinnar var laugardaginn 5. nóvember og við erum afar þakklát fyrir hlýjar og góðar móttökur þeirra sem komu á opnunina. Mögulega sláum við nýjan tón á sýningunni. Þegar upp var lagt var ekki ætlunin að stór hluti yrði svarthvít náttúruljósmyndun og afstrakt. Svona endaði þetta og við erum sátt með útkomuna. Fjölmargir heiðruðu okkur með nærveru sinni á opnun sýningarinnar og það var sérlega ánægjulegt að skrafa...

14 ljósmyndaráð fyrir fljúgandi fugla

Í þessu myndbandi förum við yfir 14 ráð sem gott er að hafa í huga þegar ætlunin er að ná skörpum fuglamyndum af fljúgandi lundum eða öðrum hraðfleygum fuglum. Þetta var tekið á fuglabjargi í Grímsey þar sem lundar voru myndefni dagsins. Farið er yfir stillingar á myndavélinni, hvaða fókusstillingar geta verið heppilegar og þá oftast út frá því sem hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina. Eins og öll okkar myndbönd á rásinni er myndbandið á ensku, en...

Einar and Gyda are landscape and wildlife photographers living in Iceland. They are the authors of three books about Iceland.

Finally – our e-Book version of Photographing Iceland – A Photo Guide to 100 locations is available.

Visit our online store

Our books

Photographing Iceland is the perfect travel companion for anyone visiting Iceland with a camera. The book is available in our online store (www.ggart.is) with worldwide shipping – and in all major bookstores in Iceland. Check out our video about the book.

Iceland: Wild at heart is a best-seller. It is available in all bookstores in Iceland and our online store.

Grimsey: The Arctic Wildlife Wonder is our latest book about the wildlife and nature of Grimsey. It is only available in our online store and in the Gallery in Grimsey.

The photographers map of IcelandWe created this map of Iceland based on our book Photographing Iceland – very useful for photographers. Use the map on your phone and read the book for information, pro photography tips and time saving information.

1,210FansLike
1,554FollowersFollow
13,000SubscribersSubscribe

Older stuff