Ógleymanlegur dagur með óvæntum uppákomum við ljósmyndun við Mývatn

Þessi dagur tók upp á ýmsu óvæntu. Í morgunsárið fraus allt ljósmyndadótið við Goðafoss. Framundan var hinsvegar skemmtilegur og ógleymanlegur dagur þar sem við þvældumst um í nágrenni við Mývatn – rákumst á haferni, fálka og áttum góðar stundir við landslagsljósmyndun. Vonandi hafa áhorfendur gaman af. Það var í það minnsta gaman að gera þetta myndband.