Abstract ljósmyndun í Hljóðaklettum

Við vorum alein þetta kvöld í Hljóðaklettum í sumar. Ekki sála á ferðinni. Ætlunin var að mynda landslagið í dalnum en þessi gönguferð reyndist bjóða upp á nokkuð óvænt myndefni á köflum. Þegar við vorum að klippa þetta myndband vorum við ekki viss um...

Fuglaljósmyndun bakvið tjöldin

Í þessu myndbandi fylgjumst við með flórgoðum í varpi. Það er vandmeðfarið að ljósmynda fugla við hreiður og satt að segja fáar fuglategundir sem umbera nærveru manna við hreiður. Það eru því ákveðin atriði sem þarf að hafa í huga. Við áttum góðar stundir...

Ljósmyndaferð á Rauðanes

Aðstæður til ljósmyndunar á Rauðanesi eru síbreytilegar. Við höfum farið nokkrar ferðir þangað og aldrei eru aðstæður eins. Í byrjun júlí áttum við góðan dag á Rauðanesi. Við gengum út á nesið að kvöldi til og dvöldum þar fram yfir miðnættið á meðan sólsetrið...

Góður dagur við Gatanöf

Í þessu myndbandi erum við að hnoðast við að finna sæmilega myndbyggingu við klettinn Gatanöf skammt frá Húsavík. Það var gaman að brasa við að finna ramma þarna í fjörunni en það gekki ekki vandræðalaust innan um sleipan þara og hála steina. Kletturinn Gatanöf...

Tveggja daga vindbarningur og fuglaljósmyndun

Súlur og lundar á Rauðanúp Við vorum í tvo daga á Rauðanúpi með löngu linsurnar að mynda súlur. Það var hvasst og helsta brasið var að ná sæmilegum myndum af súlunum þrátt fyrir vindinn og mikla fjarlægð. Það eru um 90 metrar frá landi að...

Fuglaljósmyndun í Grímsey

Í þessu myndbandi reynum við að ná myndum af kríum við tjörn í Grímsey. Ætlunin var að endurskapa og sýna hvernig ein uppáhaldsmyndin í bókinni um Grímsey var tekin. Við áttum góðan dag í rólegheitum þarna við Sandvíkurtjörn. BÆKURNAR OKKAR UM ÍSLAND Hægt er að...

Ný bók um Grímsey

Grímsey er á góðri leið með að verða einn helsti áfangastaður fugla- og náttúruljósmyndara. Fyrir skemmstu gáfum við sjálf út nýja bók á ensku um náttúru Grímseyjar. Við höfum heimsótt Grímsey í mörg ár og í þessu myndbandi kynnum við bókina okkar skammlaust. Bókin...

Magnaðar hljóðupptökur af hraunrennsli

Ein algengasta spurningin sem við fáum í gegnum YouTube rásina okkar er; hvernig er hljóðið í hrauninu? Til að svara þessu tókum með okkur alvöru hljóðnema á dögunum og tókum upp hin ýmsu hljóð sem fylgja hraunrennslinu. Í stuttu máli líkist hljóðið því að...

Abstract vínkill á eldgosinu

Við fórum drónalaus í fyrstu þrjár ferðirnar að eldgosinu. Í ferðum fjögur og fimm var dróninn tekinn með. Við sendum drónann ekki í loftfimleika innan um rauðglóandi hraunslettur, heldur reyndum við að nálgast viðfangsefnið á kannski rólegri og praktískari nótum. Það dó enginn dróni...