14 ljósmyndaráð fyrir fljúgandi fugla

Í þessu myndbandi förum við yfir 14 ráð sem gott er að hafa í huga þegar ætlunin er að ná skörpum fuglamyndum af fljúgandi lundum eða öðrum hraðfleygum fuglum. Þetta var tekið á fuglabjargi í Grímsey þar sem lundar voru myndefni dagsins. Farið er yfir stillingar á myndavélinni, hvaða fókusstillingar geta verið heppilegar og þá oftast út frá því sem hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina. Eins og öll okkar myndbönd á rásinni er myndbandið á ensku, en vonandi kemur það ekki að sök fyrir áhugasama.