Ögrandi aðstæður við gosið gerðu góðan dag

Það var ögrandi en stórskemmtilegt að mynda gosið þennan dag. Veðrið breyttist fimm sinnum yfir daginn og sveiflaðist á milli sólskins og snjókomu. Þetta stutta video er tekið akkurat einum mánuði eftir að gosið hófst.

Umfjöllun um ljósmyndun okkar í N-Photo

Einar Gudmann and Gyda Henningsdottir interview in N-Photo
Það er ákveðinn heiður að vera viðtalsefni hjá Keith Wilson. Hann er goðsögn, rithöfundur og blaðamaður í ljósmyndageiranum. Hann hefur tekið viðtöl við mörg þekktustu nöfnin á sviði ljósmyndunar. Viðtalið er birt í N-Photo tímaritinu og við fengum leyfi til að birta það á...

Ljósmyndaferð tvö í eldgosið reyndist stórskemmtileg

Nú erum við búin að fara tvær ferðir í elgosið með helling af ljósmyndagræjum í för. Fyrsta ferðin var fyrsta daginn og myndbandið sem við settum á YouTube frá þeim degi er þegar þetta er ritað komið í 250 þúsund áhorf. Við fórum aftur...

Gangan í gosið í Geldingadal

Það var byrjað að renna í heita pottinn hjá vinum okkar í Kópavogi eftir dásamlega kvöldmáltíð þegar mamma Gyðu hringdi. Gosið var byrjað. Við vorum fyrir röð tilviljana stödd í Reykjavík en vorum fyrir löngu búin að undirbúa okkur fyrir ljósmyndaferð að eldgosinu. Allt...

Prentun á risa-ljósmyndum

Í þessu myndbandi prentum við risa ljósmyndir. Líklega með stærstu ljósmyndum sem prentaðar hafa verið á Íslandi. Alls fjórar myndir. Ein þeirra er 113 fermetrar og önnur 43 metra löng. Við notum mismunandi prentaðferðir - þar á meðal Clipso efni sem er magnað efni...

Ljósmyndun sem lifibrauð á árinu 2020

Mögulega bjargaði YouTube geðheilsunni á árinu 2020. Þessi fáu en góðu ljósmyndatengdu verkefni sem við fengum á árinu björguðu okkur algerlega séð út frá lifibrauðinu. Við erum þannig afar þakklát fyrir að miðað við allt sem gekk á á árinu þá höfðum við mikið...

Brjálaðir litir og vetrarsenur fyrir norðan

Það var ekki vitað við hverju væri að búast á þessum þriðjudagsmorgni, 8. desember 2020 í Eyjafirði. Ekið var sem leið lá inn að Garðsárdal þar sem leitað var að vetrarsenum. Sólarupprásin þennan morgun var einstaklega litrík fram að hádegi.

Um lukkuskot af andarunga – sýningu og vefverslun

Undanfarnar tvær vikur höfum við verið önnum kafin við að undirbúa verk sem fara á sýningu í Gallerí Fold í Reykjavík. Sömuleiðis réðumst við í það stórvirki að stofna vefverslunina www.ggart.is. Þar söfnum við saman þeim verkum sem við seljum í ákveðnum stærðum á...

10 leiðir að skapandi hugsanahætti í ljósmyndun

Í þessu myndbandi okkar (sem er á ensku) förum við yfir þann hugsunarhátt sem við reynum að tileinka okkur í ljósmyndun og sköpun. Farið er yfir 10 atriði sem vonandi verða einhverjum að gagni. Þetta er eitt af þeim myndböndum sem við birtum á...