Fljótandi fuglaljósmyndun og himbrimar í dramadansi

Það er stórskemmtilegt að nota fljótandi felubyrgi í fuglaljósmyndun þó oft sé hægt að ná svipuðu sjónarhorni með því að liggja við vatnsbakka. Myndböndin sem við höfum verið að gera undanfarið eru fyrst og fremst eitthvað sem við höfum gaman af að gera. Það...

Fuglaljósmyndun í miðnætursólinni í Grímsey

Það er ákveðin kúnst að mynda fugla í sólsetri. Það er nákvæmlega það sem við gerðum á nokkrum fallegum kvöldum í Grímsey þegar dagurinn var hvað lengstur. Afraksturinn var misjafn, en mikið óskaplega var gaman.

Abstract ljósmyndun í Hljóðaklettum

Við vorum alein þetta kvöld í Hljóðaklettum í sumar. Ekki sála á ferðinni. Ætlunin var að mynda landslagið í dalnum en þessi gönguferð reyndist bjóða upp á nokkuð óvænt myndefni á köflum. Þegar við vorum að klippa þetta myndband vorum við ekki viss um...

Fuglaljósmyndun bakvið tjöldin

Í þessu myndbandi fylgjumst við með flórgoðum í varpi. Það er vandmeðfarið að ljósmynda fugla við hreiður og satt að segja fáar fuglategundir sem umbera nærveru manna við hreiður. Það eru því ákveðin atriði sem þarf að hafa í huga. Við áttum góðar stundir...

Ljósmyndaferð á Rauðanes

Aðstæður til ljósmyndunar á Rauðanesi eru síbreytilegar. Við höfum farið nokkrar ferðir þangað og aldrei eru aðstæður eins. Í byrjun júlí áttum við góðan dag á Rauðanesi. Við gengum út á nesið að kvöldi til og dvöldum þar fram yfir miðnættið á meðan sólsetrið...

Góður dagur við Gatanöf

Í þessu myndbandi erum við að hnoðast við að finna sæmilega myndbyggingu við klettinn Gatanöf skammt frá Húsavík. Það var gaman að brasa við að finna ramma þarna í fjörunni en það gekki ekki vandræðalaust innan um sleipan þara og hála steina. Kletturinn Gatanöf...

Tveggja daga vindbarningur og fuglaljósmyndun

Súlur og lundar á Rauðanúp Við vorum í tvo daga á Rauðanúpi með löngu linsurnar að mynda súlur. Það var hvasst og helsta brasið var að ná sæmilegum myndum af súlunum þrátt fyrir vindinn og mikla fjarlægð. Það eru um 90 metrar frá landi að...

Ný bók um Grímsey

Grímsey er á góðri leið með að verða einn helsti áfangastaður fugla- og náttúruljósmyndara. Fyrir skemmstu gáfum við sjálf út nýja bók á ensku um náttúru Grímseyjar. Við höfum heimsótt Grímsey í mörg ár og í þessu myndbandi kynnum við bókina okkar skammlaust. Bókin...

Ögrandi aðstæður við gosið gerðu góðan dag

Það var ögrandi en stórskemmtilegt að mynda gosið þennan dag. Veðrið breyttist fimm sinnum yfir daginn og sveiflaðist á milli sólskins og snjókomu. Þetta stutta video er tekið akkurat einum mánuði eftir að gosið hófst.