Ljósmyndun

Ljósmyndu á Íslandi.

Ögrandi aðstæður við gosið gerðu góðan dag

Það var ögrandi en stórskemmtilegt að mynda gosið þennan dag. Veðrið breyttist fimm sinnum yfir daginn og sveiflaðist á milli sólskins og snjókomu. Þetta stutta video er tekið akkurat einum mánuði eftir að gosið hófst.

Umfjöllun um ljósmyndun okkar í N-Photo

Einar Gudmann and Gyda Henningsdottir interview in N-Photo
Það er ákveðinn heiður að vera viðtalsefni hjá Keith Wilson. Hann er goðsögn, rithöfundur og blaðamaður í ljósmyndageiranum. Hann hefur tekið viðtöl við mörg þekktustu nöfnin á sviði ljósmyndunar. Viðtalið er birt í N-Photo tímaritinu og við fengum leyfi til að birta það á...

Ljósmyndaferð tvö í eldgosið reyndist stórskemmtileg

Nú erum við búin að fara tvær ferðir í elgosið með helling af ljósmyndagræjum í för. Fyrsta ferðin var fyrsta daginn og myndbandið sem við settum á YouTube frá þeim degi er þegar þetta er ritað komið í 250 þúsund áhorf. Við fórum aftur...

Klikkuð ljósmyndaferð að Geldingadalsgosinu

Við fórum á fyrsta degi að gosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli. Ferðin var mikið ævintýri og upplifun sem helst er að gera grein fyrir með myndbandi. Hér er gerð tilraun til þess. Vonandi gefur myndbandið smá tilfinningu fyrir því hvernig það er að vera...

Gangan í gosið í Geldingadal

Það var byrjað að renna í heita pottinn hjá vinum okkar í Kópavogi eftir dásamlega kvöldmáltíð þegar mamma Gyðu hringdi. Gosið var byrjað. Við vorum fyrir röð tilviljana stödd í Reykjavík en vorum fyrir löngu búin að undirbúa okkur fyrir ljósmyndaferð að eldgosinu. Allt...

Stutt video um bókina okkar: Photographing Iceland – A Photo Guide To 100 Locations

Loksins létum við verða af því að gera stutt þriggja mínútna video um bókina okkar: Photographing Iceland – A Photo Guide to 100 locations. Bókin kom út korter í Covid - fyrir rúmu ári síðan en var fljótlega rifin út úr öllum helstu bókaverslunum og...

Ógleymanlegur dagur með óvæntum uppákomum við ljósmyndun við Mývatn

Þessi dagur tók upp á ýmsu óvæntu. Í morgunsárið fraus allt ljósmyndadótið við Goðafoss. Framundan var hinsvegar skemmtilegur og ógleymanlegur dagur þar sem við þvældumst um í nágrenni við Mývatn - rákumst á haferni, fálka og áttum góðar stundir við landslagsljósmyndun. Vonandi hafa áhorfendur...

Prentun á risa-ljósmyndum

Í þessu myndbandi prentum við risa ljósmyndir. Líklega með stærstu ljósmyndum sem prentaðar hafa verið á Íslandi. Alls fjórar myndir. Ein þeirra er 113 fermetrar og önnur 43 metra löng. Við notum mismunandi prentaðferðir - þar á meðal Clipso efni sem er magnað efni...

Ljósmyndun sem lifibrauð á árinu 2020

Mögulega bjargaði YouTube geðheilsunni á árinu 2020. Þessi fáu en góðu ljósmyndatengdu verkefni sem við fengum á árinu björguðu okkur algerlega séð út frá lifibrauðinu. Við erum þannig afar þakklát fyrir að miðað við allt sem gekk á á árinu þá höfðum við mikið...