Ljósmyndaferð tvö í eldgosið reyndist stórskemmtileg

Nú erum við búin að fara tvær ferðir í elgosið með helling af ljósmyndagræjum í för. Fyrsta ferðin var fyrsta daginn og myndbandið sem við settum á YouTube frá þeim degi er þegar þetta er ritað komið í 250 þúsund áhorf. Við fórum aftur og nú með áherslu á að mynda í ljósaskiptunum og í myrkri. Hittum á frábært veður og komum heim með helling af myndum.

Í þessu myndbandi förum við nánar í saumana á ljósmyndaaðferðum og sýnum mögnuð myndskeið.

Fleiri myndir er að finna í myndasöfnunum okkar á gudmann.is og gyda.is.