Íslensk útgáfa

Vertu undirbúinn þegar norðurljósin birtast

Þegar norðurljósin skella á er auðvelt að lenda í að hlaupa um eins og hauslaus hæna og vita ekki hvaða stillingar eigi að nota og hvaða myndbygging væri heppilegust.

Þessi rafbók (ePUB) er byggð á kafla úr bókinni okkar Photographing Iceland – A Photo Guide to 100 Locations auk viðbóta sem fara ítarlegar í ljósmyndun norðurljósa. Ætlunin er að fara yfir helstu grunnatriði sem hafa þarf í huga og ýmis hagnýt atriði sem við fáum oft spurningar um. Heilræðin sem við reynum að gefa byggjast á okkar reynslu og hafa það markmið að hægt sé að ná frambærilegum ljósmyndum af norðurljósum.

Það er ekki ætlunin að kenna hér dýpstu fræði norðurljósa né fara djúpt í tæknilegar lýsingar. Hér er snert á því sem mestu skiptir til að ná faglega tekinni ljósmynd af norðurljósum og gert er ráð fyrir að lesandinn hafi undirstöðuþekkingu á myndavélinni.

  • Vertu með á hreinu hvernig á að stilla myndavélina.
  • Hægt er að lesa bókina í síma, iPad eða tölvu.
  • Hönnun rafbókarinnar aðlagast öllum skjástærðum (reflowable ePUB)
  • Fjöldi hagnýtra ráða um myndbyggingu.
  • Fjallað er um stillingar á myndavélinni og tekin mörg dæmi.
  • Lengd: 5000 orð 

Þú færð skjal sem þú getur opnað í t.d. símanum þínum. Textinn og myndirnar eru í alvöru rafbókarformi sem aðlagast öllum skjástærðum.

Við lögðum mikla vinnu í bókina og því treystum við á að þú deilir henni ekki með öðrum.

Rafbókina er hægt að lesa í öllum símum. Þú hleður niður ePUB skjali sem flæðir í rétta textastærð fyrir alla skjái. Alvöru rafbók, ekki PDF.

Sæktu rafbókina fyrir símann þinn og hafðu með þér í ljósmyndaferð til að mynda norðurljósin.

Rafbókina er hægt að fá í vefversluninni okkar á GGart.is

Verð kr. 1.800,-