Ljósmyndaferð á Rauðanes

Aðstæður til ljósmyndunar á Rauðanesi eru síbreytilegar. Við höfum farið nokkrar ferðir þangað og aldrei eru aðstæður eins. Í byrjun júlí áttum við góðan dag á Rauðanesi. Við gengum út á nesið að kvöldi til og dvöldum þar fram yfir miðnættið á meðan sólsetrið baðaði þennan fallega stað í sínum geislum.