Góður dagur við Gatanöf

Í þessu myndbandi erum við að hnoðast við að finna sæmilega myndbyggingu við klettinn Gatanöf skammt frá Húsavík. Það var gaman að brasa við að finna ramma þarna í fjörunni en það gekki ekki vandræðalaust innan um sleipan þara og hála steina.

Kletturinn Gatanöf er við Bakka skammt frá Húsavík. Þessi skemmtilega lagaði klettur hefur all til þess að bera að verða næsti Instagram-áfangastaður – en kannski er þetta bara ómerkilegur klettur úti í sjó. Gatanöf og aðstæðurnar minna þó óneitanlega á Hvítserk.