Fuglaljósmyndun bakvið tjöldin

Í þessu myndbandi fylgjumst við með flórgoðum í varpi. Það er vandmeðfarið að ljósmynda fugla við hreiður og satt að segja fáar fuglategundir sem umbera nærveru manna við hreiður. Það eru því ákveðin atriði sem þarf að hafa í huga. Við áttum góðar stundir við vatnsbakkann við það að fylgjast með flórgoðunum. Það gekk á ýmsu hjá þeim og það er athyglisvert að fylgjast með atferli þeirra, landamæradeilum og samskiptum við aðra fugla.