Magnaðar hljóðupptökur af hraunrennsli

Ein algengasta spurningin sem við fáum í gegnum YouTube rásina okkar er; hvernig er hljóðið í hrauninu? Til að svara þessu tókum með okkur alvöru hljóðnema á dögunum og tókum upp hin ýmsu hljóð sem fylgja hraunrennslinu. Í stuttu máli líkist hljóðið því að gengið sé á postulínsstelli. Glerhljóðið er áberandi.

Þetta er síðasta eldgosamyndbandið í bili, nú förum við að snúa okkur að fiðurfénaði, villtri náttúru og fallegum stöðum þessa stórkostlega lands. Við stefnum á að halda áfram myndbandagerðinni og vera dugleg að taka upp efni í sumar.