Abstract vínkill á eldgosinu

Við fórum drónalaus í fyrstu þrjár ferðirnar að eldgosinu. Í ferðum fjögur og fimm var dróninn tekinn með. Við sendum drónann ekki í loftfimleika innan um rauðglóandi hraunslettur, heldur reyndum við að nálgast viðfangsefnið á kannski rólegri og praktískari nótum. Það dó enginn dróni (viljandi) í þessu myndbandi. Skarpi Þráinsson og Örvar Atli Þorgeirsson fá sérstakar þakkir fyrir að bjarga málum þegar gleymdist að taka með spaða á drónann seinni daginn.