Súlur og lundar á Rauðanúp
Við vorum í tvo daga á Rauðanúpi með löngu linsurnar að mynda súlur. Það var hvasst og helsta brasið var að ná sæmilegum myndum af súlunum þrátt fyrir vindinn og mikla fjarlægð. Það eru um 90 metrar frá landi að Karlinum þar sem súlurnar verpa.
Þetta reyndist stórskemmtilegt þegar upp var staðið. Aðstæður breyttust og við áttum fína upplifun við Rauðanúp innan um Súlur og lunda.