Undanfarin ár hef ég verið að gera tilraunir með hljóðnema til að taka upp náttúruhljóð. Við Gyða einbeitum okkur ekki aðeins að fugla- og náttúruljósmyndun heldur einnig að videogerð. Videogerð er orðin hluti af því sem við gerum þar sem af og til seljum við náttúrutengt myndefni fyrir sjónvarp. Í þessu myndbandi fer ég yfir víðan völl um misjafna reynslu mína í gegnum árin af ýmsum hljóðnemum. Hljóðnemar eru mismunandi og þó gæði skipti máli – skiptir fyrirferð og auðveld notkun líka máli þegar takmarkað pláss er í töskunni.