Náttúruljósmyndun með Nikon tímaritinu

    Nphoto - go wild in Iceland - Einar Gudmann

     

    Í nýjasta tölublaði N-photo tímaritsins er 12 síðna umfjöllun undir heitinu „Help me go wild in Iceland“ þar sem ég ásamt föruneyti N-Photo tímaritsins og Sigurjóni Einarssyni förum á Snæfellsnesið til að taka myndir af fugla- og dýralífi fyrir blaðið. Þetta er í annað skipti sem blaðið birtir grein í þessari seríu þar sem ég er í hlutverki atvinnumanns í ljósmyndun sem reynir að miðla fróðleik um ákveðna tegund ljósmyndunar. Sú fyrri kallaðist „Iceland Masterclass“ og þar var viðfangsefnið landslagsljósmyndun.  Veturinn er nú ekki beinlínis besti tími ársins til að ná myndum af fiðruðum fyrirsætum, enda flestar staddar í suðrænum löndum en ekki hér á klakanum. Okkur tókst þó á endanum að finna myndefni þó við hefðum einungis örfáa klukkutíma. Greinin fjallar um ýmis gagnleg heilræði fyrir náttúruljósmyndara en N-Photo blaðið tekur fyrir ákveðin viðfangsefni í hverju tölublaði. Það var Jason Parnell-Brookes blaðamaður hjá N-Photo tímaritinu sem tók allar baksviðssmyndirnar með greininni en Sigurjón Einarsson sem er þaulvanur fuglaljósmyndari var í því hlutverki að eltast við fyrirsæturnar. Sigurjón var ekki í vandræðum með að finna myndefni enda þaulvanur maðurinn.

    Einar Gudmann - go wild in Iceland.Eins og flestir vita sem til mín þekkja er ég nokkuð fastur á því að nota Nikon myndavélar í flest sem snýr að þeirri iðju að taka myndir og því er það svolítið skondið að N-Photo tímaritið skuli hafa beðið mig um að leiðsegja þeim með þessa grein enda leggur tímaritið áherslu á að notkun Nikon myndavéla.

    Hægt er að skoða greinina hérna en ef einhver vill kaupa N-Photo tímaritið er hægt að gera það hérna. Blaðið er fullt af allskonar kennsluefni um hinar ýmsu ljósmyndaaðferðir.