Á fáförnum slóðum fyrir austan

Þorskur í karríi á fallegum stað.

Melrakkasléttan hefur alltaf togað í okkur þegar löngun vaknar til að ferðast utan fjölmennustu ferðamannastaðana. Við erum búin að vera á ferðinni í um tvær vikur á sléttunni eða í nágrenni hennar. Fjöldi ferðamanna er sáralítill á þessu svæði, sérstaklega í kringum Kópasker, Raufarhöfn og Vopnafjörð.

Súlurnar og lundarnir í bleiku sólsetrinu.

Rauðinúpur hefur alltaf verið svolítið í uppáhaldi hjá okkur enda fuglalífið þar ríkulegt og landslagið stórbrotið í einfeldni sinni. Við áttum því góða kvöldstund þar í fallegu veðri og notuðum tækifærið til að elda okkur þorsk í karrýi í ferðaeldhúsinu okkar. Það er eitthvað við það að elda góðan mat úti í náttúrunni og ekki skemmdi útsýnið fyrir.