Barátta um bita í bakgarðinum

Þrátt fyrir vetur sem hefur verið snjóléttur og fremur minnt á vorhret en alvöru vetur hafa fuglarnir í garðinum þurft á æti að halda. Ég er búinn að dunda mér við að fóðra þessi grey sérstaklega þegar frystir. Perur eru í miklu uppáhaldi hjá þeim þó þeir þiggi epli ef ekkert annað er í boði. Ég hef verið svo heppinn að fá margar tegundir í heimsókn og stundum eru mikil læti þegar fuglarnir berjast um bitann.

Ég tók saman einnar mínútu video sem sýnir forvitnum hvernig uppsetningin er fyrir ljósmyndunina bak við tjöldin. Í því má sjá hvernig baráttan gengur fyrir sig í garðinum.

Drumbarnir sem sjást betur í þessu rúmlega einnar mínútu myndbandi eru fengnir að láni úr nærliggjandi skógi og bakgrunnurinn er sturtuhengi úr Rúmfatalagernum.

Fleiri video eru hér.