Um okkur

Einar og Gyða hafa sinnt ljósmyndun af alvöru frá árinu 2005. Þau eru bæði meðal fremstu náttúrulífs- og landslagsljósmyndurum landsins. Frá upphafi sérhæfðu þau sig í fugla-, dýra- og landslagsljósmyndun. Fólk og mannvirki koma lítið við sögu, áherslan er lögð á náttúruna í ýmsum myndum. Þau hafa tekið þátt í margs konar ljósmyndaverkefnum og myndir þeirra hafa birst víða, á Íslandi og erlendis. Þau ferðast vikum saman um Ísland með myndavélarnar og vilja leggja sitt af mörkum til aukins skilnings á mikilvægi þess að vernda ósnortna náttúru.

Einar Guðmann

Einar Guðmann (1966) býr á Akureyri og sinnir ljósmyndun og ritstörfum. Hann hefur starfað sem ritstjóri, rithöfundur og útgefandi bóka og tímarita og var um árabil sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun þar til hann sneri sér alfarið að ljósmyndun og ritstörfum.

www.gudmann.is

Gyða Henningsdóttir (1973) býr og starfar á Akureyri en ólst upp í Grímsey. Hún tók að sinna ljósmyndun eftir að hafa sinnt stjórnunarstörfum á öðrum vettvangi, m.a. sem framkvæmdastjóri í fiskvinnslufyrirtæki og rekstrar- og verslunarstjóri í tískuverslun.
www.gyda.is