Umokkur
Einar og Gyða eru bæði meðal reyndustu og fremstu náttúrulífs- og landslagsljósmyndara landsins. Bæði sérhæfa þau sig í fugla-, dýra- og landslagsljósmyndun. Í ljósmyndum þeirra er lögð áhersla á birtuna, nánd við dýralífið og listrænar hliðar náttúrunnar. Þau eru höfundar bóka sem fjalla um íslenska náttúru og ljósmyndun landsins og hafa tekið þátt í ýmsum ljósmyndaverkefnum hér heima og erlendis.
Einar Guðmann
LjósmyndariEinar Guðmann sinnir ljósmyndun og ritstörfum. Hann hefur starfað sem ritstjóri, rithöfundur og útgefandi bóka og tímarita og var um árabil sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun þar til hann sneri sér alfarið að ljósmyndun og ritstörfum.
www.gudmann.is
Gyða Henningsdóttir
LjósmyndariGyða Henningsdóttir hefur sinnt ljósmyndun um árabil samhliða annarri vinnu. Hún sinnti áður stjórnunarstörfum á öðrum vettvangi, m.a. sem framkvæmdastjóri í fiskvinnslufyrirtæki og rekstrar- og verslunarstjóri í tískuverslun.
www.gyda.is