Prentun og stækkanir

Myndir fyrir heimilið eða skrifstofuna

Hér eru tekin saman nokkur dæmi um myndir sem gætu hentað til stækkunar en auðvitaðer hægt að velja myndir úr myndasöfnunum á gudmann.is og gyda.is. Þessi sýnishorn af myndum eru fyrst og fremst til að gefa hugmyndir um það hvað hægt er að gera. Velkomið er að hafa samband til að fá verðhugmyndir og upplýsingar um möguleika

Möguleikar í prentun

Helstu prentaðferðir eru ljósmyndaprentun, strigaprentun og Chromaluxe.

  • Ljósmyndaprentun
    • Prentað er á hágæða pappír og einungis notuð hráefni sem gefin eru upp fyrir áratuga endingu. Valin er mött, millimött eða háglans áferð eftir því hvað hentar hverri mynd. Innrömmun byggist á vönduðum frágangi og einungis er notast við glampalítið gler. Glampalítið gler er töluvert dýrara en hefðbundið myndagler, en þeir sem til þekkja vita að myndir njóta sín best í glampalitlu gleri og UV vörn er sömuleiðis eins og best er á kosið.
  • Chromaluxe
    • Þessi fremur nýja prentaðferð hefur slegið í gegn. Bleki er breytt úr föstu ástandi í loftkennt með aðferð sem byggist á að bræða litina inn í sérstaka álplötu. Í stað þess að prenta beint á yfirborð er myndin pressuð á plötuna við mikinn hita. Hitinn gerir það að verkum að litirnir bráðna saman við sjálfa plötuna og útkoman er einstaklega björt, skörp og litrík áferð sem auk þess er sérlega endingargóð og sterk. Myndin rispast ekki auðveldlega þar sem hún er brædd inn í plötuna. Hægt er að velja um matta eða háglans áferð. Það er kostur við Chromaluxe prentunina að myndirnar eru léttar og hægt er að velja um að setja þær rammalausar upp á vegg eða ramma inn.
  • Strigaprentun
    • Áferðin sem striginn myndar hentar sumum myndum vel. Allir strigar eru ekki skapaðir eins. Prentað er á gæðastriga með Epson prentara og einungis notað Epson blek og lakkað yfir til að hámarka endingu. Við mælum helst með 4 sm þykkum blindrömmum. Þeir eru veglegir og sterkir.

Algengar stærðir

Þegar valin er mynd á vegg er stærðin það fyrsta sem þarf að hafa í huga. Ef um er að ræða eina mynd fyrir ofan sófa þarf að vera samræmi á milli myndstærðarinnar og innréttinga. Myndir þurfa ekki endilega að vera risastórar til að koma vel út í stofunni, en ef ætlunin er að fylla upp í ákveðið veggpláss er hægt að leysa það með því að setja upp tvær, þrjár eða fleiri litlar myndir. Panorama-myndir koma líka sérlega vel út.

Í stofu eða á skrifstofu mælum við með:

30 x 40
40 x 50
40 x 60
60 x 90
70 x 105
80 x 120 (Hámark fyrir Chromaluxe)
90 x 135
100 x 150

Auðvitað eru mun fleiri stærðir í boði. Stærsta mögulega prentun á striga (sem við vitum um) er 140 x 200. Það er líka að verða vinsælt að prenta á límfólíu og veggfóður hjá þeim sem vilja setja mynd á heilan vegg og þá er stærðin nánast ótakmörkuð bjóði myndin upp á það. Stærsta mögulega prentunin fyrir Chromaluxe er 80 x 120.

Myndir fyrir ákveðin verkefni

Hér í þessari grein er einungis fjallað um myndir til að prenta og setja á veggi. Flestir sem nota myndasafnið eru hinsvegar að nýta sér myndirnar í ýmis verkefni. Ef þú ert að leita að myndum til nota í útgáfu, heimasíðu, auglýsingar, ársskýrslur eða annað skaltu hafa samband með því að senda okkur tölvupóst eða einfaldlega hringja.

Sími: Einar – 8461570

Sími: Gyða – 8979298